11. desember 2020

Desemberskipulag

Desemberskipulag

Skipulag síðustu dagana fyrir jólaleyfi er nú tilbúið. Vissulega eru nokkrir þættir sem verða öðruvísi í skólanum fyrir þessi jól eins og gefur að skilja. Má þar nefna söngsamverur, jólamat, ekki verður dansað í kringum jólatréð á jólaballinu nema í 1.-4. bekk. Nemendur okkar hafa staðið sig frábærlega í einu öllu, sýnt mikla aðlögunarhæfni og samviskusemi og fyrir það vil ég að hrósa.

  • 11. desember

Jólamatur hjá nemendum í 1.-7. bekk samkvæmt núverandi matarskipulagi.

 

  • 14. desember

Jólatónleikar tónlistaskólans kl. 18:00 streymt á facebook skólans.

 

  • 18. desember

LITLU JÓLIN

 

LITLU JÓLIN

Skemmtunin hefst með stofujólum kl. 10:00 þar sem hver nemandi mætir til umsjónarkennara í heimastofu. Frá kl. 10:05-10:15 verður skólastjóri með jólaávarp á Teams í öllum stofum.

Börnin mega koma með kerti að heiman og stöðugan kertastjaka. Stofujólin hefjast með því að kveikt er á kertum og kennari les jólasögu á meðan börnin borða saman. Nemendur mega koma með gos/djús og kökur eða sælgæti.

 

Að lokum er lukkupökkum dreift.

Þennan dag koma börnin með jólapakka (innihaldið má ekki kosta meira en 1000 kr). Gætið þess að gjöfin geti verið fyrir stelpu eða strák.

 

1.-4. bekkur eru einu bekkirnir sem munu dansa í kringum jólatréð í sal og syngja jólalög. Fyrst dansa 1.-2. bekkur á milli 11:00-11:15 og svo 3.-4. bekkur á milli 11:15-11:30.

 

Litlu jólunum lýkur kl. 11:30 og þar með hefst jólafrí í Stóru-Vogaskóla og Frístund.

 

Skólinn hefst aftur að loknu jólafríi 4. janúar 2020. Þetta er skertur dagur og er byrjað kl. 9:40 samkvæmt stundaskrá og eftir þeim reglum sem verða í gildi þá.

 

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og þakkir fyrir samstarfið á árinu.

Starfsfólk Stóru-Vogaskóla

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School