2. október 2013

Ella umferðartröll í heimsókn

Stóru-Vogaskóli
1. október 2013
Nemendur í 1. og 2. bekk fengu í heimsókn til sín tröll nokkuð, hana Ellu umferðartröll, sem þurfti að koma í Vogana til þess að sækja sjó handa mömmu sinni sem var með mikið kvef. En hún var hrædd við alla fílana sem keyra um göturnar og gefa frá sér ógurleg óhljóð og þess vegna faldi hún sig í hjólageymslunni hans Benna sem er strákur í Vogunum. Hann kenndi Ellu hvernig á að fara yfir götuna. Hann reyndi líka að kenna henni að fílarnir hétu ekki fílar heldur bílar, en það tókst ekki hjá honum. Hins vegar varð Ella flink að læra að fara yfir götuna.
Allir skemmtu sér konunglega eins og sjá má á myndunum, enda voru þau Ella umferðartröll, Benni, lögreglumaðurinn, afinn og trölla-mamma svo fyndin og skemmtileg.
Svo kenndu Ella umferðartröll og Benni nemendum umferðarreglurnar. Kunnið þið umferðarreglurnar?
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School