Endurvinnsluverkefni í 7. bekk – orðsending til bæjarbúa
Í 7. bekk hefur Diljá Jónsdóttir textilkennari hrundið af stað verkefni þar sem nemendur vinna með endurnýtingu á fatnaði og ýmsum öðrum efnum. Vegna þessa þurfa nemendur að koma með ýmsa hluti að heiman og má þar m.a. nefna eftirfarandi:
Lak og sængurver úr bómull
Notaðar bómullarskyrtur (af foreldrunum t.d.)
Gamlar gallabuxur
Tölur, tvinni, garnafganga. (Það væri frábært að fá töluvert af þessu).
Eins og sjá má eru hér um að ræða fatnað úr náttúruefnum sem sjálfsagt leynist víða í skúffum, kössum eða skápum og má bjarga áður en hann lendir í ruslinu. Í þessu verkefni er tilgangurinn sá að endurnýta þessar flíkur og búa t.d. til púða, aðrar flíkur o.fl.
Okkur vantar meira efni!!!!
Nemendur 7. bekkjar vilja nú óska eftir því við íbúa sveitarfélagsins að þeir finni hjá sér gamlar flíkur sem hægt væri að vinna með og sendi til skólans. Einnig má hringja í skólann og láta sækja heim.
Með bestu kveðjum,
nemendur í 7. bekk og kennari.