13. janúar 2009

Evrópuverkefni: The living map of Europe

Undanfarna mánuði hafa nemendur í 7. bekk verið í samvinnu við fjölda annarra skóla (70-80) víða um Evrópu. Verkefnið er unnið í samskiptavefnum E-twinning og felst í því að nemendur skólanna senda skólanna póstkort sín á milli og einnig fylgja oft með bréf. Nemendur nota ensku sem kennd er við alla skólana. Nú þegar hafa Stóru-Vogaskóla borist ein 30 kort og eru þau jafnóðum fest á Evrópukort í tölvustofunni. Þangað koma svo til allir nemendur skólans þannig að þetta er orðin kunnugleg sjón hjá flestum. Afrit af kortum og bréfum má svo finna í möppu þannig að allir geta lesið sér til um hvað á kortunum stendur. Tilgangurinn með verkefninu er m.a. að nemendur kynnist lítilsháttar því unga fólki sem býr vítt og dreift um Evrópu.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School