Ferð 3. og 4. bekkjar á Þjóðminjasafnið
Í dag fóru 3. og fjórði bekkur í heimsókn í Þjóðminjasafn Ísland. Var sú ferð í tengslum við einn þáttinn í þemanámi bekkjanna sem ber safnið Sagan okkar. Farið var með rútu frá SBK og voru hin ýmsu jólalög sungin á leiðinni. Á safninu nutum við leiðsagnar starfsmanns (Helgu) sem á mjög skýran hátt kynnti fyrir nemendunum hluti sem tengjast hinum ýmsu tímabilum sem saga landsins samanstendur af. Þótt margt áhugavert hafi borið fyrir augu og eyri vakti hurðin frá Valþjófsstað mesta athygli. Að þessari leiðsögn lokinni og eftir að nestis hafði verið neytt skoðuðu nemendur ljósmyndasýningu Vigfúsar Sigurgeirssonar og þar vakti mikla athygli mynd frá árinu 1944 sem tekin var á Vatnsleysuströnd. Þar sér m.a. heim að Austurkoti en annars er myndin af Sveini Björnssyni forseta með nokkrum ungum börnum. Er ekki vafi á að þessi heimsókn á safnið hefur aukið þekkingu nemendanna á sögu landsins og stutt við þá fræðslu sem staðið hefur yfir að undanförnu.