Fimleikastúlkur úr Vogum heiðraðar
Sunnudaginn 10. janúar s.l. valdi Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar íþróttamann ársins. Auk þess vals veitti ráðið fjölmörgu íþróttafólki úr ýmsum íþróttagreinum viðurkenningar fyrir góðan árangur í sinni grein. Þrjár stúlkur úr Vogunum æfa fimleika í 4. flokki trompfimleika hjá Fimleikafélagi Garðabæjar og hlaut sá flokkur viðurkenningu. Stúlkurnar úr Vogunum eru þær Anna Kristín Baldursdóttir og Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir í 8. bekk og Aldís Heba Jónsdóttir í 9. bekk.
Vorið 2009 varð hópurinn þeirra deildarmeistarar í 4. flokki.