Fjöltefli í Vogum
Fjöltefli í Vogum
föstudaginn 25. janúar 2013 kl.13-15 Í Tjarnarsal
Hinn 26. janúar nk. verður Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðinardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem nú verður 78 ára. Friðrik sem lengi var meðal bestu skákmanna heims, mun taka virkan þátt í hátíðahöldunum.
Í viðhengi má sjá auglýsingu um þennan dag frá Skáksambandi Íslands en hér í Vogunum verður dagskráin með þessum hætti föstudaginn 25.janúar:
Kl.13-15
· Skráning í fjöltefli og í skákklúbb hefst.
· Fjöltefli - Alþjóðameistarinn Róbert Lagerman teflir
· Kennsluhornið, liðsmenn Hróksins kenna undirstöðuatriði í skáklistinni samfara fjöltefli.
· Eftir fjölteflið verða úrslit fjölteflis kynnt og stofnfélögum í skákklúbbi fagnað og þá sagt til um væntanlegt aðsetur og á hvaða tíma væntanlegur skákklúbbur verður virkur.
· Á meðan á dagskrá stendur munu nemendur selja vöfflur, kakó og kaffi gegn vægu verði.
· Í lokin verða tvö söngatriði, tveir nemendur skólans sem eru í söngnámi syngja fyrir okkur nokkur lög.
Nemendur, foreldrar, ömmur, afar, frænkur, frændur, allir aðrir íbúar í Sveitarfélaginu Vogum, velunnarar skáklistarinnar nær og fjær, verið hjartanlega velkomin og eigum hér saman ánægjulega stund.
Undirbúningsnefndin