12. desember 2008

Föndurdagur í fullum gangi

Í dag er föndurdagur í skólanum og er mikið um að vera. Hver og einn nemandi er búinn að velja sér þrjár föndurstöðvar til að vinna að mismunandi verkefnum. Það er verið að saga út jólatré og jólasveina í smíðastofunni, baka piparkökuskraut í heimilisfræðistofunni, gera jólaálfa í textílstofunni og út um allan skólann eru önnur skemmtileg verkefni í gangi.

Á myndasíðunni má sjá brot af því sem í gangi er.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School