Foreldra- og nemendaviðtöl í Stóru-Vogaskóla
N.k. fimmtudag fara fram viðtöl í skólanum þar sem foreldrar og nemendur mæta til viðtals hjá umsjónarkennurum. Aðrir kennarar og skólastjórnendur verða einnig til staðar. Í þessum viðtölum gefst gott tækifæri til að fara yfir náms- og félagslega stöðu nemandanna sem og að ræða um samskipti milli skóla og heimila. Mjög góð mæting foreldra hefur ávallt einkennt þessa foreldradaga enda er það löngu þekkt staðreynd að gott samband og stuðningur foreldra við nám barna sinna stuðlar að góðum árangri.