29. maí 2009

Foreldrakönnun hjá Heimili og skóla

Heimili og skóli hefur sett í gang könnun meðal foreldra varðandi þær umræður sem hafa verið í gangi um styttingu skólaársins. Er könnun þessi á netinu og má hér sjá tilkynningu þar um:

Kæra foreldri
 
Heimili og skóli leitar eftir rödd foreldra. Meðfylgjandi er stutt könnun þar sem spurt er um:
 
·        Viðhorf til styttingar skólaársins
·        Hversu líklegt eða ólíklegt væri að þín fjölskylda myndi óska eftir þjónustu í staðinn fyrir þá 10 daga sem styttingu skólaársins myndi nema?
·        Að hve miklu eða litlu leyti telur þú að efnahagsástandið muni koma niður á gæðum skólastarfsins næsta vetur?
Einnig þætti okkur vænt um að vita hvaða málefni þú telur brýnast að Heimili og skóli standi vörð um.
 
Okkur þætti vænt um að þú svaraðir könnuninni hér fyrir neðan en hún verður opin til 5. júní nk.
 
Með kærri þökk og góðri kveðju,
 
Björk Einisdóttir
Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla
Sími: 562 7472 gsm: 698 7800
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School