5. nóvember 2008

Forvarnadagur í Stóru-Vogaskóla

Forvarnadagur 2008 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Forvarnadagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. 

 

Í Stóru-Vogaskóla verður forvarnadagurinn unninn í samvinnu með Félagsmiðstöð og UMFÞ með eftirfarandi sniði:
8:00 Anna kynnir ratleik UMFI fyrir 9 bekk.
9:35 Setning á sal
          Skólastjóri setur daginn.
Kynning á UMFÞ
Myndband sýnt frá UMFI
 Nemendum skipt upp í þrjár stofur í hverri stofu verður tvær verkstöðvar og nemendur vinna samman að verkefni frá UMFI sem saman stendur af umræðu um samvera,  íþrótta og æskulýðsstarf og Hvert ár skiptir máli.
 PÁSA ......................
11:00 til 12:00 fara nemendur uppí íþróttahús þar sem þeim er skipt í þrjá hópa og þau skipuleggja skemmtilega leiki fyrir dagskrá seinna um daginn. 
Skóli samkvæmt stundaskrá eftir hádegi.
17:00 til 20:00 Nemendur í 8. 9. og 10. bekk ásamt foreldrum hittast uppí íþróttahúsi þar sem farið verður í ýmsa leiki sem UMFÞ stendur fyrir í samvinnu við Björgunarsveit og Golfklúbbur. 
Hvetjum foreldra og börn til að mæta og gera sér glaðan dag, með þau orð að leiðarljósi að samvera og hvert ár skiptir máli.
Góða skemmtun. 
 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School