Forvarnardagur 30. september 2009
Forvarnadagur í Stóru-Vogaskóla
Forvarnadagur 2009 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins miðvikudaginn 30. september. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Forvarnadagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja Forvarnadagur 2009 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins þennan dag. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Í Stóru-Vogaskóla sameinast skólinn, Félagsmiðstöðin og Ungmannafélagið Þróttur um framkvæmd þeirrar dagskrár sem fram mun fara, bæði í skólanum og Íþróttamiðstöðinni.