31. janúar 2013

Föt sem framlag veturinn 2012-2013

Valhópur 8. 9. og 10. bekkjar vann að verkefni í vetur sem kallast „Föt sem framlag“ og var unnið í samvinnu við Rauðakrossdeild Hafnafjarðar. Sjá nánar , http://raudikrossinn.is/page/rki_hvad_fataverkefni_fotsemframlag                                                                                                                                                          
 Í þessu verkefni eru útbúnir fatapakkar fyrir nýfædd börn sem sendir eru til þróunar- og neyðaraðstoðar í Hvíta-Rússlandi. Starfsmaður Hafnafjarðardeildarinnar kom í skólann í byrjun annar og fræddi nemendur um verkefnið, hvert fatnaðurinn færi, hvernig honum væri pakkað og úthlutað. Einnig var þeim ráðlagt hvað væri hentugast fyrir þau að gera, s.s sauma peysur, buxur og prjóna teppi og hafa þau unnið að því í vetur. Í janúar fór valhópurinn til Hafnarfjarðar með afrakstur vetrarins. Þar tók starfsmaður deildarinnar á móti hópnum og fræddi þau um starfsemi Rauðakrossins, hlutverk sjálfboðaliða og sýndi þeim einnig myndband frá Hvíta Rússlandi um aðstæður fólksins þar, hvernig fatasendingum frá Íslandi er úthlutað og fl. Hópurinn fékk að skoða aðstöðuna í húsinu hvaða verkefni eru í gangi og fengu þau líka að skoða Rauðakrossbúðina sem deildin rekur. Skemmtileg ferð og gaman að sjá hvað allir voru ánægðir og stoltir með sitt framlag.
Afraksturinn að þessu sinn i var: 7 buxur, 9 peysur, 5 sokkapör, 4 gallar, 11 teppi og 15 húfur, frábær árangur það og  ekki má gleyma að þau voru að láta gott af sér leiða til mannúðarmála í heiminum og unnu algjörlega óeigingjarnt starf þar.
 
Fleiri myndir má sjá á heimasíðu skólans.
                                   
                                                                                                                          
 Frá heimsókninni Í Rauðakrossbúðinni
 
 
 
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School