17. maí 2011

Fræðsla á vettvangi - 5. bekkur

Nú hefur 5. bekkur lokið bóklegu námi í náttúrufræði og allir tímarnir sem eftir eru í vor verða útikennsla. Mánud. 16. maí fór bekkurinn í gönguferð í Grænuborg. Tilgangurinn var einkum sá að æfa sig í að vera ferðamenn með leiðsögumanni, fylgja honum og taka mark á því sem hann segir. Svo vorum við að skoða rústir af gömlu býli, götur í óbyggðu hverfi og skoða fugla í fjörunni og gróður við fætur okkar. Við rákumst m.a. á máf sem var fárveikur og gat ekki flogið og urðum að skilja hann eftir. Hópurinn stóð sig vel. Ferðin var farin undir leiðsögn Þorvaldar og Hannesar og hér má sjá myndir sem Hannes tók.
Föstudaginn 20. maí er förinni heitið til fjalla og er ætlunin að skoða Eldborg og Lambafellsgjá, ævintýralega staði sem eru ekki svo langt í burtu.
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School