Fræðsla um teymiskennslu
Fræðslufundur með Ingvari Sigurgeirssyni, prófessor emiritus í kennslufræðum, var haldinn í Stóru-Vogaskóla vegna innleiðingar teymiskennslu. Fyrir þá sem misstu af fundinum eða vilja kynna sér hugmyndafræðina á bakvið teymiskennslu er hægt að fara á linkinn fyrir neðan.
Á linknum er að finna glærur frá kynningunni í Stóru-Vogaskóla og stuttan fyrirlestur Ingvars um sama efni og farið var yfir á fundinum. Þar má einnig finna kynningar kennara á teymiskennslu í þremur skólum hér á landi. Þar er einnig bent á greinar um teymiskennslu í Skólaþráðum og Netlu, og erlendar greinar um niðurstöður rannsókna á teymiskennslu þar sem sérkennari er þátttakandi í teyminu.
https://padlet.com/ingvarsigurgeirsson/frodleikur_um_teymiskennslu_vogar