Framkvæmdir við tjarnarbakkann
Undanfarnarvikur hefur útsýn frá skólanum smátt og smátt verið að breytast. Handan við tjörnina hafa dugmiklir menn verið að störfum við að hlaða hinn föngulegasta grjótgarð við tjarnarbakkann. Hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með verkinu þoka fram og sjá jafnframt hversu mikil prýði er að garðinum sem myndar skemmtilega umgjörð um göngustíginn sem þarna er. Sjá einnig myndir á myndasíðu skólans.