Frístundaskólinn
Frístundaskóli Stóru-Vogaskóla
Haustönn 2012
Frístundaskólinn er fyrir nemendur í 1.- 4. bekk og starfar frá kl. 13:10-17:00 á starfstíma skóla, samkvæmt skóladagatali.
Í vetrarfríum og á starfsdögum skólans er frístundaskólinn lokaður.
Í boði er að velja um alla daga vikunnar, ákveðna daga eða tiltekinn fjölda tíma ákveðna daga.
Dæmi um val.
a) kl.13:10-17:00
b) 13:10-16:00
c) 13:50-17:00(eftir heimanám)
d) 13:50-16:00(eftir heimanám)
e) ákveðna tíma á dag valda daga vikunnar
Fylla þarf út umsóknareyðublað fyrir dvöl í frístundaskólanum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stóru-Vogaskóla. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15. hvers mánaðar. Segja verður upp vist í frístundaskólanum með tveggja vikna fyrirvara. Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanns eða skólaritara fyrir kl. 13 þá daga sem nemendur koma ekki í frístundaskólann.
Boðið er upp á síðdegishressingu alla daga sem frístundaskólinn starfar.
Kostnaður og innheimta.
Skrifstofa Sveitarfélagsins Voga sér um innheimtu gjalda fyrir frístundaskólann. Kostnaður foreldra á mánuði sést hér að neðan. Óski foreldri eftir að greiða tímagjald þá er það 330 kr. á tímann og síðdegishressing kostar 140 kr. á dag.
Skrifstofa Sveitarfélagsins Voga sér um innheimtu gjalda fyrir frístundaskólann. Kostnaður foreldra á mánuði sést hér að neðan. Óski foreldri eftir að greiða tímagjald þá er það 330 kr. á tímann og síðdegishressing kostar 140 kr. á dag.
Greiðsluskilmálar:
Gjalddagar á fyrri önn 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des.
Gjalddagar á fyrri önn 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des.
Gjalddagar á seinni önn 1. jan., 1. febr., 1. mars, 1. apr. og 1. maí.
Eindagi er 15. dögum síðar.
Gjaldskrá Frístundaskólans og Stóru-Vogaskóla
Frístundaskóli (kl.13:10-17:00) pr. mán kr. 10.530.-
Frístundaskóli (kl.13:10-16:00) pr. mán kr. 7.780.-
Frístundaskóli (kl. 13:50-17:00) pr. mán kr. 8.000.-
Frístundaskóli (kl. 13:50-16:00) pr. mán kr. 5.475.-
Síðdegishressing (í frístundarskóla) pr. mán kr. 2.060.-
Frístundaskóli (pr. klst) kr. 330.-
Síðdegishressing (stök greiðsla pr. dag) kr. 140.-
Afsláttur fyrir annað barn 50%
Afsláttur fyrir þriðja og fjórða barn 100%
Gjald fyrir heimanám (1 kennslustund, mánud.-fimmtud.) kr. 2.530.- pr.mán.
Gjald er innheimt mánaðarlega.
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar
Innritunarblað til útprentunar