Fundur í Tjarnarsal
Stefnumót við framtíðina
undirbúningur að skólastefnu fyrir sveitarfélagið Voga
Stefnumótið verður mánudaginn 10. nóvember, 2008 í Tjarnarsal
Kæru Vogamenn !
Ákveðið hefur verið að móta skólastefnu fyrir Voga. Nú gefst ykkur einstakt tækifæri til að móta skólastefnu fyrir samfélagið okkar á stefnumóti sem haldið verður mánudaginn 10. nóvember, 2008 kl. 19.00-20.30 í Tjarnarsal.
Dagskrá:
- Stefnumótið hefst, Áshildur Linnet formaður fræðslunefndar
- Hvað felst í mótun skólastefnu? Ólafur H. Jóhannsson, HÍ
- Skólastefna í Garðinum, Oddný Harðardóttir bæjarstjóri
- Hugarflug – Hugmyndir íbúa Voga að innihaldi skólastefnu
- Stefnumóti frestað, Áshildur Linnet formaður fræðslunefndar
Eftir stefnumótið verður skipaður samráðshópur sem mun halda áfram að vinna með þær hugmyndir sem komu fram. Í samráðshópnum verða fulltrúar skólanna, félagsstarfsins, foreldra, ungmenna og nemenda.
Það er von okkar að sem flestir Vogamenn nýti sér tækifærið til að hafa áhrif á mótun stefnu bæjarins í þessum mikilvæga málaflokki.
Kveðja,
Fræðslunefnd