5. janúar 2017

Fyrirlestur - Kvíði barna og unglinga

 

Kvíði barna og unglinga – aðferðir sem reynst hafa vel, fyrirlestur 12. janúar.

Fimmtudagskvöldið 12. janúar kl 20:00 mun foreldrafélag Stóru-Vogaskóla bjóða foreldrum barna og unglinga uppá fyrirlestur frá Hugarfrelsi um kvíða. Hrafnhildur og Unnur eru eigendur og kennarar Hugarfrelsis en þær hafa sérhæft sig í að kenna börnum, unglingum, fullorðnum og fagaðilum að nota sjálfsstyrkingu, öndun, jóga, slökun og hugleiðslu til að efla sig sem einstakling, losna frá áreiti samfélagsins og hugsana sinna.

Sálfræðingurinn (Hrafnhildur/Unnur) fer yfir birtingarmynd kvíða og hvenær foreldrar þurfa að leita aðstoðar sérfræðings.

Farið verður yfir einfaldar aðferðir sem foreldrar geta nýtt með börnum sínum þegar kvíði og vanlíðan er ekki farin að stjórna lífi þeirra.

Fyrirlestur Hugarfrelsis byggir á bókunum Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga, Hugarfrelsi – kennsluleiðbeiningar og Siggi og Sigrún slaka á. Aðferðir Hugarfrelsis hafa verið innleiddar í fjölda leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School