4. febrúar 2020

Fyrirlesturinn Frá stóra hvelli til Reykjaness

Fyrirlesturinn Frá stóra hvelli til Reykjaness

Nemendur áttunda bekkjar í Stóru-Vogaskóla eru að vinna í Erasmus+ verkefni sem nefnist “Europeans by the Sea” og í því verkefni er m.a. verið að skoða hættur í nærumhverfinu s.s. vegna náttúruhamfara eins og eldgoss eða jarðskjálfta.
Nemendur unglingadeildar, foreldrar og bæjarstjóri sátu fyrirlestur Þorsteins Sæmundssonar, jarðfræðings og stundakennara við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi um sögu jarðarinnar; ,,Frá stóra hvelli til Reykjaness”.
Í fyrirlestrinum fór Þorsteinn yfir sögu jarðarinnar og tengdi skemmtilega við þær jarðhræringar sem eru á Reykjanesi þessa dagana í mjög áhugaverðum fyrirlestri sem mun nýtast nemendunum í áframhaldandi vinnu í verkefninu.
Færum við Þorsteini kærar þakkir fyrir heimsóknina og fræðsluna.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School