29. apríl 2015

Fyrsti bekkur á degi jarðar

Fyrsti bekkur á degi jarðar.
Dagur jarðar var s.l. miðvikudag og í tilefni hans voru jarðarbúar hvattir til að gróðursetja á þessum degi eina fjölæra plöntu.  Hálfur 1. bekkur var í textilmennt og nýttum við hluta tímans s.l. miðvikudag til umhverfismála. Eftir gott spjall um mikilvægi þess að hugsa vel um jörðina okkar  fórum við út á skólalóð og plöntuðum einum sólberjarunna ásamt því að hreinsa rusl úr beðum. Vonandi getum við svo fengið ber af runnanum seinna meir. Duglegir og áhugasamir krakkar.      
    

Oktavía Ragnarsdóttir, kennari í textílmennt

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School