11. apríl 2010

Fyrsti vorboðinn

Miðvikudaginn 7. apríl voru nemendur úr 1. bekk í útikennslustund í nágrenni skólans og voru meðal annars að skoða  fugla sem voru á tjörninni og við hana. Fuglarnir sem börnin sáu voru stokkendur, gæsir og svartþrestir. Hópur  starra  sat á Hábæjartúninu nálægt okkur og voru þeir að tína sér eitthvað í gogginn.  Þegar börnin voru að virða fuglana fyrir sér komu þau allt í einu auga á þrjá fugla í hópnum sem voru af annarri tegund. Við nánari athugun reyndust þetta vera lóur, börnin hófu strax að syngja sönginn "Lóan er komin að kveða burt snjóinn" Þá flaug fuglahópurinn upp yfir okkur og lóurnar þökkuðu börnunum fyrir sig með því að syngja sinn fagra söng um dírðina "dírrin - dírrin - dí" Þetta voru fyrstu lóurnar sem sjást í Vogunum svo vitað sé nú á þessu vori .

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School