25. febrúar 2016

Gestir frá Devon á Englandi

 

Í gær þann 24. febrúar komu til okkar erlendir gestir frá Devon á Englandi.  Þetta var líflegur og skemmtilegur hópur sem samanstóð af 6 kennurum og 53 nemendum.

10. bekkingar fengu hér einstakt tækifæri til að tjá sig á tungumáli Sheakspeares og gerðu það vel.

Það var haldin kynning á landi, samfélagi, héraði og skóla frá hvoru landinu fyrir sig sem var mjög áhugaverð og skemmtileg. 

Það var mikið fjör í skólastofunni enda þéttsetin.Það var svo farið í fótbolta, Ísland vs England. 

Erlendu gestunum fannst mjög gaman að leika sér í snjónum og þreyttust seint á að renna sér niður brekkurnar á rassinum.

Hér má sjá mynd af hópnum ásamt 10.bekkingum.

 
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School