Glæsilegur árangur hjá nemendum Stóru-Vogaskóla
Systurnar Guðbjörg Viðja og Sigurbjörg Erla Pétursdætur lentu báðar í 1.sæti í stærfræðikeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja Í gær, 30. mars var verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni FS: Frá okkur fóru 3 nemendur ein í 8.bekk og tvær úr 9.bekk. Nemandinn í 8.bekk, Gabriella Sif Bjarnadóttir lenti í 7.-12 sæti sem er mjög góður árangur en nemendurnir í 9.bekk, Guðbjörg Viðja og Sigurbjörg Erla Pétursdætur lentu báðar í 1.sæti, en þetta er annað árið í röð sem þær systur næla sér í fyrstu sæti í þessari keppni.
Eva Lilja í fyrsta sæti á Lokahátíð upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin hátíðleg í Grunnskóla Grindavíkur í gær 30.mars. Nemendur frá Gerðaskóla í Garði, Grunnskóla Grindavíkur og Stóru-Vogaskóla komu fram og lástu upp brot úr sögunni af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ og tvö ljóð. Eva Lilja Bjarnadóttir, Hákon Snær Þórisson, Jirachaya Janphaijit (Jina) og Sveinn Örn Magnússon kepptu fyrir hönd skólans og var upplestur þeirra allra einstaklega skýr og fallegur. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin og hlaut Eva Lilja Bjarnadóttir fyrsta sætið og óskum við henni til hamingju með það. Nemendur og starfsmenn skólans eru ákaflega stoltir af okkar frambærilegu upplesurum sem hafa æft af kappi frá því í október. Umsjónarkennari þeirra, Hilmar Egill Sigurbjörnsson, hefur haldið utan um æfingarnar með stuðning frá Halldóru Magnúsdóttur sem þjálfaði liðið á lokasprettinum.
Við þökkum foreldrum, kennurum og öðrum sem komu að þjálfun nemenda, dómari – Svava Sigmundsdóttir og píanóleikarinn Helga Sigurlaug Helgadóttir fá einnig þakkir fyrir sitt framlag á hátíðinni.
Óskum við þessum hæfileikaríku krökkum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.