17. febrúar 2009

Góð frammistaða í Skólahreysti 2009

Fimmtudaginn 12. febrúar tóku fjórir nemendur úr Stóru - Vogaskóla þátt í Skólahreysti. Nemendurnir voru Þorgerður Magnúsdóttir, Aldís Heba Jónsdóttir, Steingrímur Magnús Árnason úr 8. bekk og Steinar Freyr Hafsteinsson úr 9. bekk.
Fyrst var keppt í upphýfingum og var það Steinar Freyr sem keppti í því. Hann náði 32 upphýfingum.
Önnur greinin var armbeygjur og þar var Þorgerður keppandi okkar. Hún náði 26 stykkjum.
Næst kepptu strákarnir í dýfingum og þar var Steinar Freyr að nýju fulltrúi skólans. Dýfur Steinars voru 22.
Fjórða greinin, og sú síðasta í fyrri hluta keppninnar, var svokallað hreystigreip. Það fer þannig fram að stelpurnar hanga á stöng eins lengi og þær geta. Þorgerður keppti í þessari grein og náði hún öðrum besta tímanum, þrjár og hálf mínúta.
Þegar keppnin var hálfnuð var það Heiðarskóli sem var í efsta sæti, Áslandsskóli í öðru sæti og Stóru - Vogaskóli var í þriðja sæti.
Síðari hluti keppninnar var hreystibrautin og þar voru Steingrímur Magnús og Aldís keppendur skólans. Tími þeirra var þrjár mínútur og þrjár sekúndur, fjórði besti tíminn.
Lokaniðurstaða keppninnar var að Heiðarskóli sigraði með 65 stig, Öldutúnsskóli í öðru sæti 59 stig, Holtaskóli hafnaði í þriðja sæti með 58,5 stig og Stóru - Vogaskóla hafnaði í fjórða sæti með 58 stig.
Glæsilegur árangur hjá okkar fólki sem stóðu sig eins og hetjur.

Fleiri myndir frá mótinu er að finna á ljósmyndavef Dalla.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School