14. desember 2015

Góðar gjafir félagasamtaka

 

Lionsklúbburinn Keilir afhenti í síðustu viku góðar gjafir. Grunnskólanum voru afhentar kr. 100.000 til kaupa á sófa í setustofu unglingadeildar sem kemur starfseminni vel. 

Þá hafa Lionsklúbburinn Keilir, Björgunarsveitin Skyggnir og Kvenfélagið Fjóla sem fyrr á aðventunni slegið saman í púkk og færðu okkur jólatré, stórt og glæsilegt sem stendur í Tjarnarsal okkur til yndisauka og gleði. 

Við þökkum fyrir þessar góðu gjafir.

Hér má sjá Stefán Svanberg nemanda í 9.bekk, Ingu Rut frá Lionsklúbbnum Keilir og Svövu skólastjóra Stóru-Vogaskóla. 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School