26. mars 2010

Góðri árshátíð lokið

Árshátíð Stóru-Vogaskóla var haldin í gærkvöldi og tókst hún mjög vel. Allir bekkir fluttu atriði sem voru bæði fjölbreytt og bráðskemmtileg. Allir nemendur tóku þátt í flutningnum á einn eða annan hátt. Margir þeirra lögðu mikið af mörkum við að skapa atriðin og eiga því sérstakt hrós skilið. Ekki má gleyma þátt umsjónarkennaranna sem hafa lagt mikla vinnu í að undirbúa nemendur sína fyrir árshátíðina.

Myndir frá árshátíðinni eru nú komnar á myndaalbúm heimasíðu skólans.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School