14. september 2022

Göngum í skólann

Göngum í skólann

Stóru-Vogaskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann var sett miðvikudaginn 7. september og lýkur formlega miðvikudaginn 5. október.

 

Eru allir mjög jákvæðir og áhugasamir að taka þátt í verkefninu og standa sig fyrir hönd Stóru-Vogaskóla.

 

Skólinn hefur nú þegar verið skráður til leiks og við hvetjum alla til þess að taka þátt. Hugmyndin er að vera með ýmsar uppákomur þann mánuð sem Göngum í skólann stendur yfir, einnig hvetjum við ykkur kæru foreldrar/forráðamenn til þess að nýta ykkur verkefnið og þá umræðu sem skapast þennan mánuðinn til þess að ræða þessi mál við börnin ykkar og fara öruggustu leiðina í skólann með yngstu börnunum.

 

Vonandi gengur þetta vel hjá okkur. Nýtum haustið til að vekja athygli á hreyfingu og öryggi barnanna okkar á leiðinni í skólann.

 

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.is

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School