19. september 2013

Grænfáni – Grænt þema

Grænfáni – Grænt þema
Föstudagur 20.september 2013
 
Kæru nemendur, forráðamenn og starfsmenn.
Eftir tveggja ára undirbúning er loksins komið að því að við flöggum Grænfána
Fulltrúi frá Landvernd, Gerður Magnúsdóttir, kom til okkar í vikunni og gerði úttekt á skólanum sem varð til þess að við fáum Grænfánann á föstudaginn. Gerður fór í heimsókn í nokkrar stofur, talaði við nemendur og það var virkilega gaman að heyra hvað allir voru vel með á nótunum.
Það mun verða stutt athöfn, um 10 mínútur,  í Tjarnarsal um kl. 9, að lokinni samveru 1.bekkinga, sem allir nemendur og starfsfólk skólans taka þátt í. Við ætlum í tilefni dagsins að hafa grænt þema, þ.e. ef þið eigið eitthvað grænt, t.d. trefil, hálsmen eða bol þá væri gaman að setja grænan lit á daginn í bókstaflegri merkingu. Allir velkomnir.
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um lönd sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Nú taka þátt skólar með u.þ.b. 10 milljón nemendum í 60 löndum.
Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla.
Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.
Til hamingju með viðurkenninguna!
Svava Bogadóttir
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla

 
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School