Grímunotkun 8.-10. bekk valkvæð
Ný sóttvarnartilmæli hafa litið dagsins ljós og kveða á um óbreyttar sóttvarnir í landinu til 12. jan. 2021. Eins og fram kom í pósti frá okkur fyrir viku síðan höfum við ákveðið að halda óbreyttu skipulagi í kennslu fram að jólafríi nemenda, þ.e. til 18. des., þó með einni breytingu sem tekur gildi frá og með morgundeginum (10. desember).
Grímunotkun nemenda í unglingadeild verður valkvæð. Nemendum er ekki skylt að bera grímur
Rétt er að ítreka í þessu sambandi að grímuskylda er áfram hjá kennurum/starfsfólki í unglingadeild vegna 2ja metra fjarlægðartakmarkana, grímuskylda er áfram hjá starfsfólki á opnum svæðum og grímuskylda er áfram hjá starfsfólki í mötuneyti skólans.
Við höldum áfram að huga vel að smitvörnum og vanda okkur að ekki komi upp smit í okkar umhverfi.
Von er á nýrri reglugerð fyrir áramót um skólastarf eftir áramót. Vonandi berst hún tímanlega svo stjórnendur fái nægan tíma til að skipuleggja skólastarfið svo hægt verði að upplýsa starfsfólk, forráðamenn og nemendur með góðum fyrirvara.
Hálfdan Þorsteinsson
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla