12. febrúar 2015

Grímutölt

Það er alltaf gaman að segja frá því þegar nemendur skólans standa sig vel eða vinna til viðurkenninga, hvort sem er hér innan veggja eða annars staðar. Síðustu helgi tóku Hilda Rögn í 3.bekk og Sigmar Rökkvi í 2.bekk, þátt í grímutölti hjá hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði. Þar fékk Hilda Rögn þátttökuverðlaun ásamt því að hreppa bikar fyrir besta búninginn en hún var víkingastúlka. Sigmar Rökkvi fékk einnig þátttökuverðlaun en hann var indíáni. Við óskum þeim til hamingju með viðurkenningarnar.
 

Við hvetjum foreldra til að senda okkur skemmtilegar fréttir af afrekum nemenda.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School