Hæfileikakeppni - VOGAVISJÓN
Föstudaginn 1. apríl n.k. (þetta er ekki APRÍLGABB) fer í fyrsta sinn fram hæfileikakeppni meðal nemenda Stóru-Vogaskóla. Nemendur fá þar tækifæri til að troða upp með ýmis konar atriði, t.d. söng, dansa, uppistand, leikatriði, fimleika o.fl. Allir nemendur skólans eru gjaldgengir. Keppnin verður í Tjarnarsal og stendur yfir frá kl. 08:10 - 09:10. Aðstandendur eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.