HeilsuErla og Sylvía Erla - fyrirlestrar fyrir unglingana okkar
Sylvía Erla kom í heimsókn til okkar í dag og spjallaði við unglingana um lesblindu. Nýlega var sýnd heimildamynd á RÚV sem Silvía vann og fjallar um hvernig henni tókst að ná árangri í skóla þrátt fyrir að vera greind með dyslexíu(lesblindu).
Unglingarnir voru mjög áhugasamir og hlustuðu af mikilli athygli.
Í tilefni forvarnardags í síðustu viku kom í heimsókn til okkar heilsumarkþjálfinn, ráðgjafinn, kennarinn og íþróttafræðingurinn Erla sem kallar sig HeilsuErla. Hún ræddi við unglingana um heilsusamlegt líferni og hvað það er sem við þurfum að gera til að líða sem best í lífinu.