Heimsókn í Alþingishúsið
Heimsókn í Alþingishúsið
Þriðjudaginn 5. maí heimsóttu nemendur í 1. og 2. bekk Stóru-Vogaskóla Alþingi Íslands. Í Alþingishúsinu tók á móti okkur starfsmaður sem fræddi nemendur um sögu Alþingis og skoðuð voru öll helstu og þekktustu rými hússins. Nemendur fengu svo að fara inn í sjálfan Alþingissalinn og setjast í sæti alþingismanna. Skemmst er frá því að segja að báðir bekkir voru til fyrirmyndar í heimsókninni og flottir fulltrúar Stóru-Vogaskóla í elsta þingi heims.
Í ferðinni snæddu nemendur að auki nesti í Ráðhúsi Reykjavíkur, styttan af Jóni Sigurðssyni var skoðuð, öndum, álftum, dúfum og mávum gefið MIKIÐ af brauði og Ingólfur Arnarson sóttur heim upp á Arnarhól. Þetta var svo sannarlega skemmtileg ferð og eins og áður segir stóðu nemendur afar vel.
Sjá myndir á heimasíðunni.