
Heimsókn vegna Primalingua
Mánudaginn 9. mars fékk Stóru-Vogaskóli heimsókn vegna Primalinguaverkefnissins. Judith Gebhard frá Sprachinstitut í Lindau í Þýskalandi þar sem Primalingua verkefnið á upptök sín kom í skólann til að fylgjast með vinnu nemenda í verkefninu. Eins og áður hefur komið fram er það 6. bekkur sem vinnur við þetta verkefni og hefur Judith verið með þeim í dag og rætt við þau og frætt þau um markmið og árangur þessarar vinnu.