
Hinn árlegi körfuboltaleikur milli nemenda og starfsfólks

Hinn árlegi körfuboltaleikur 10. bekkinga og starfsfólks Stóru-Vogaskóla fór fram eins og venja er. Spilað var í karla- og kvennaflokki.
Leikar fóru svo að 10. bekkjar drengirnir lögðu karlana 16-15 í æsispennandi og jöfnum leik þar sem skipst var á forystu. Kvennaleikur var einnig hnífjafn og lauk með að konurnar sigruðu 10. bekkjar stelpurnar 18-16.