Höfðingleg gjöf frá Lionsklúbbnum Keili-Góð byrjun á degi
Föstudaginn 13.janúar var söngsamvera í Tjarnarsal. Þorvaldur tók saman nokkur Þorralög og önnur skemmtileg lög.
Við buðum nýja bæjarstjóranum okkar, Ásgeiri Eiríkssyni, á samveruna. Nemendur sýndu sína bestu hlið og voru sjálfum sér til sóma. Enda hafði hann á orði að þetta væri góð byrjun á deginum.
Jóhanna Lára Guðjónsdóttir formaður Lionsklúbbsins Keilis, heiðraði okkur einnig með komu sinni. Hún kom færandi hendi því klúbburinn gaf skólanum I-pad tölvu til notkunar fyrir nemendur sem hjálpar þeim sérstaklega í þeirra námi.
Við þökkum Lionsklúbbnum Keili kærlega fyrir þessa góðu gjöf sem á eftir að koma sér mjög vel.
--