Hreinsunardagur 16. maí
Allir nemendur í Stóru-Vogaskóla fóru rúma klukkustund út í góða veðrið sl. miðvikudag til þess að hreinsa bæinn okkar. Hver bekkur fór um eitt hverfi og tíndi þar allt rusl af götum, gangstéttum og grónum blettum. Börnin voru áhugasöm og rösk að ljúka verkefninu. Bærinn okkar er hreinni og vinalegri á eftir og nemendur átta sig vonandi betur á hve mikilvægt það er að hafa umhverfið okkar hreint og snyrtilegt.
Nú vonum við að Nú er málið að hafa bæinn áfram hreinan og snyrtilegan. Það getum við ef allir gæta þess að henda ekki rusli á víðavangi og að við tínum jafn óðum upp rusl sem við rekumst á.
Skólinn vinnur að því að fá grænfána fyrir að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Þetta átak okkar getur verið einn liður í því. Hreinsunarátakið var að frumkvæði umhverfisnefndar skólans en í henni eru nemendur í meirihluta.