8. maí 2013

Hreinsunardagurinn

Við í Stóru-Vogaskóla tókum forskot á umhverfisvikuna í gær, miðvikudag. Við öll, nemendur og starfslið, fórum út í blíðviðrið, skiptum bænum milli okkar (hver bekkur með sitt hverfi) og tíndum allt rusl sem við sáum utan einkalóða. Nemendur fóru um í hópum með svarta ruslapoka og tíndu allt frá sígarettustubbum og íspinnum upp í drykkjarílát og stóra hluti. Við hreinsuðum líka skólalóðina,allt í  kringum Vogatjörn og hluta af fjörunni. Nú er bærinn okkar  flottari og komin röðin að húseigendum að taka til á lóðum sínum. Svo skulum við passa að allt rusl lendi í sorptunnum svo bærinn okkar verði áfram snyrtilegur.
Skólinn okkar keppir að því að fá grænfána í haust og vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School