Hrepptum 1.sætið í Stóru-upplestrarkeppninni
Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Sandgerðisskóla í gær þar sem 3 nemendur frá Stóru-Vogaskóla kepptu á móti nemendum úr Sandgerðisskóla, Gerðaskóla og Grunnskólanum í Grindavík.
Nemendur okkar stóðu sig með stakri prýði og var það Jón Hilmar Baldvinsson nemandi okkar úr 7.bekk sem hreppti 1. sætið að þessu sinni og óskum við honum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu