Hvalreki í Vogum
Nemendur í 7. bekk Stóru-Vogaskóla fundu sjórekna hrefnu í Bræðrapartsfjöru sunnan við Voga um 9 á miðvikudagsmorgun. Háflóð var rétt fyrir 8 um morguninn og er líklegt að hrefnuna hafi rekið uppí fjöru þá. Nemendurnir voru í fuglaskoðun í náttúrufræði þegar þeir komu auga á hrefnuna. Hrefnan sem var um 7 m löng var mjög heilleg, til merkis um það voru augun heil. Hvað fuglaskoðunina varðaði fannst mest af æðarfugli, sandlóu og margæs, en minna af stelk, tjaldi, skarfi o.fl.