Íþróttadagur Stóru-Vogaskóla
Þann 13. febrúar var íþróttadagur Stóru-Vogaskóla. Nemendur yngri bekkja mættu snemma morguns í íþróttahúsið og var þeim skipt í hópa sem unnu á hinum ýmsu stöðvum til skiptis. 10. bekkur ásamt íþróttakennurum skólans sáu um stöðvarnar og útskýrðu fyrir þeim yngri hvað ætti að gera á hverri stöð. Rétt fyrir kl. 10 fóru yngri nemendur ýmist í sund eða í skólann. Þá mættu nemendur 5. - 9. bekkjar í íþróttahúsið og æfðu sig á hinum ýmsu stöðvum. Að lokum fóru bekkirnir í brennó. Keppti 5. bekkur við 6. bekk, 7. bekkur við 8. bekk og 9. bekkur við 10. bekk. Á myndasíðu skólans má sjá myndir frá þessum degi.