Íþróttadagurinn
Þriðjudaginn 20. apríl var haldinn hinn árlegi íþróttadagur í Stóru-Vogaskóla. Allir nemendur skólans mættu þar til leiks og var keppt í fjölmörgum íþróttum og farið í leiki. Einn af hápunktum dagsins var keppni kennara og elstu nemendanna í körfuboltu. Í áranna rás hafa úrslit stundum ekki ráðist fyrr en með síðasta körfuskotinu en að þessu sinni var sigur kennarra nokkuð öruggur. Íþróttamiðstöðin var vel nýtt þennan daginn og var bæði keppt í salnum og sundlauginni. Myndir frá deginum má sjá hér.