
Jólaljósin tendruð á jólatré í Aragerði

Jólaljósin voru tendruð á jólatréi í Aragerði í morgun. Nemendur á yngsta og miðstigi mættu ásamt kennurum og þegar jólasveinar birtust var sungið og dansað í kringum jólatréð. Áður en nemendur og kennarar héldu aftur í skólann fengu allir sér heitt kakó. Umgengni nemenda var öll til fyrirmyndar og var ekki eitt pappamál sem þurfti að tína upp þegar allir voru farnir. Húrra fyrir Stóru-Vogaskóla. Því næst komu leikskólabörn og skreyttu jólatréð og fengu kakó.