19. desember 2012

Jólatónleikar

 
Tónlistarskóla Sveitarfélagsins Voga 2012
Þriðjudaginn 11.desember voru haldnir jólatónleikar tónlistarskólans. Þeir hófust með því að nemendur í 3.bekk spiluðu tvö lög á blokkflautu og það var virkilega gaman að sjá hve samstillt þau voru og skemmtilegt að hlusta á þau.
Síðan spiluðu nemendur sem eru í píanónámi hjá Laufeyju og flutti hvert þeirra tvö verk. Sumir hafa stundað píanónám í nokkur ár en önnur byrjuðu í haust. Þau lögðu sig greinilega fram og fátt yndislegra en að hlusta á píanóleik og gaman að fylgjast með framförum þeirra.
Að síðustu spiluðu nemendur í 4.bekk á blokkflautur og gerðu það virkilega vel.
Ég er ekki í nokkrum vafa um það að tónlistarnám hefur góð áhrif á þá sem stunda það og eykur vellíðan hjá þeim sem njóta. Mæting var góð og tónlistarfólki fagnað.
Allir gengu út með óm af jólalögum í eyrum og jafnvel einhverjir með fögur fyrirheit og drauma um skemmtilegt áframhald á sínu námi - enn aðrir stefna jafnvel á að byrja.
 
Svava Bogadóttir
skólastjóri
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School