Jólatónleikar Tónlistarskóla Sveitarfélagsins Voga
Hinir árlegu jólatónleikar voru haldnir í Tjarnarsal þriðjudaginn 10.desember kl.17.
Tónleikarnir byrjuðu á því að nemendur í 2.bekk léku tvö lög á ásláttarhljóðfæri, síðan léku píanónemendur tvö lög hver og að lokum spiluðu nemendur í 3.bekk tvö lög á blokkflautur. Það yljaði um hjartarætur að hlusta á nemendur leggja sig fram og lifa sig inn í tónlistina. Laufey Waage tónlistarkennari sagði mér að strax um morguninn hafi nemendur svifið á hana titrandi af spenningi og tilhlökkun, það er jú alltaf mikil upplifun að spila fyrir aðra en jafnframt erfitt. Ég fullyrði að þau hafi hvert og eitt lagt sig fram og við megum vera stolt af þeim.
Mæting var betri en nokkru sinni fyrr svo setið var í hverjum stól og nokkrir stóðu, þannig að samtals hafa verið í Tjarnarsal um 150 manns. Allir fóru því heim með gleði og jólalög í hjarta.