27. febrúar 2009

Kardemommubærinn 15. Mars kl. 14:00

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda á yngsta- og miðstigi (1.– 7. Bekkur)
Eins og áður hefur verið auglýst stendur foreldrafélagið fyrir leikhúsferð á sýninguna Kardemommubæinn þann 15. mars n.k.  Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að niðurgreiða leikhúsmiða nemenda við skólann um 500 krónur á leiksýninguna sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu. Miðaverðið verður því aðeins 1500 krónur fyrir hvert barn í skólanum. Fullorðnir sem panta miða í gegnum okkur fá miðann á 2000 krónur. Vonast er til þess að sem flestir nýti sér þetta góða boð. 
Skráning og greiðsla vegna miða verður mánudagskvöldið 2. mars milli kl 19-21 í bókasafninu í skólanum.  ATH – eingöngu verður tekið við reiðufé. Allir sem vilja miða þurfa að mæta og skrá sig – líka þeir sem hafa sett sig í samband við okkur í gegnum tölvupóst. Við höfum 200 miða, fyrstir koma – fyrstir fá.
Afhending leikhúsmiða gegn framvísun kvittunar verður mánudagskvöldið 9.mars milli kl 19-21 í bókasafninu í skólanum.
Á það skal bent að foreldrar/forráðamenn nemenda sjá um transport á sýninguna. Ekki er um rútuferð að ræða, heldur er foreldrafélagið að styðja við menningarlega atburði í gegnum niðurgreiðslu miðaverðs.
 
Stjórn foreldrafélags Stóru-Vogaskóla
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School