15. janúar 2009

Kennari óskast til starfa

Vegna forfalla vantar kennara við Stóru-Vogaskóla. Um er að ræða umsjónarkennslu fyrir 3. bekk, 100% stöðu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst með áframhaldandi ráðningu í huga.

Stóru- Vogaskóli
Stóru- Vogaskóli er staðsettur í Vogum. Skólinn er heildstæður með um 220 nemendum. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðað nám og erum þátttakendur í Olweusaráætlun gegn einelti. Á yngra stigi er áhersla lögð á þemabundna kennslu þar sem fléttað er saman list- og verkgreinum og samfélagsfræði. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar og starfsandi sérlega góður.

Menntunarkröfur: Leitað er eftir einstaklingi með kennsluréttindi.

Laun samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands og Launanefndar Sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veita:
Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru - Vogaskóla í símum 440-6250/ 849-3898 og Linda Sjöfn Sigurðardóttir í síma 820-0545. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á: svavaboga@vogar.is
www.storuvogaskoli.is

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School