5. janúar 2009

Kennsla hefst

Þá er hinu ágæta jólaleyfi nemenda Stóru-Vogaskóla að ljúka og mun skólastarf hefjast að nýju á morgun samkvæmt stundaskrá. Engir sérstakir prófdagar verða að þessu sinni heldur hefur símat verið í gangi það sem af er vetrar og m.a. hefur verið og verður einnig á næstu vikum prófað í einstökum námsgreinum í kennstustundum viðeigandi námsgreina. Föstudaginn 27. janúar n.k. verður síðan foreldradagur og þá mun námsmat liggja fyrir. Hjá 1. og 2. bekk verður nú farið af stað með þema sem nefnist Ég og fjölskyldan og mun það standa yfir til 26. febrúar. 19. janúar n.k. munu nemendur í 7. bekk fara í skólabúðirnar að Reykjum en það er ávallt mikið tilhlökkunarefni.

Við bjóðum nemendur velkomna til starfa um leið og við óskum þeim og öðrum bæjarbúum gleðilegs árs með þakklæti fyrir það liðna.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School