Kynning í 8.-10.b í forvarnarviku
Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku sveitafélagsins Voga fengu nemendur á unglingastigi tvær heimsóknir. Melkorka Rán kom og kynnti fyrir okkur starfsemi Íþróttasambands fatlaðra. Hún leyfði nemendum að prófa alls konar þrautir og æfingar þar sem nemendur áttu m.a. að vera blind, handalaus, fótalaus og fleira. Allir nemendur fengu síðan að prófa blindrafótbolta. Jana Lind kom frá Glímusambandinu og kynnti fyrir nemendum þjóðaríþrótt íslendinga, Glímu. Nemendur lærðu grunntökin og fengu að spreyta sig í glímutökum. Við þökkum bæði ÍF og Glímusambandinu kærlega fyrir okkur.”